Í samanburði við eldri hitastýringar þá eru nýjustu snjallstýringarnar komnar ljósaárum á undan í tækni, þægindum, viðbragðstíma og sparnaði á vatnsnotkun og eru því oft og tíðum einnig umhverfisvænni lausn fyrir heimili og fyrirtæki. Einfalt og þægilegt í notkun og hægt að stjórna með símanum hvenær sem er, hvar sem er í heiminum.
Einnig bjóðum við uppá pottastýringar sem hægt er að stjórna í símanum.
Meira um Danfoss Ally hér.
Meira um Salus Controls hér.
Snjallkerfi fyrir ofna er mjög einfalt í uppsetningu á nýlegum ofnum og setja flestir það upp sjálfir. Í sumum tilfellum þarf að uppfæra hitakerfi til að hægt sé að setja upp snjalllausnir. Við tökum að okkur að uppfæra hitakerfi eða hjálpa þeim sem ekki treysta sér að setja upp snjalllausnirnar sjálf.
Gólfhitakerfið er flóknara í uppsetningu. Misjafnt er hvaða búnað þarf til að setja upp viðkomandi kerfi og best er að fá sérfræðing í nútíma snjalllausnum sem fyrst inn í verkið til að allt gangi smurt fyrir sig. Þar komum við sterk inn.
Skoðun og tilboðsgerð hjá sérfræðingi kostar 13.900 kr. + VSK. Ef farið er í uppsetningu þá er skoðun og tilboðsgerð þér að kostnaðarlausu.
Við setjum upp allan búnað ásamt appi sem þú færð aðgang að tilbúið til notkunar.
Við skiptum einnig út eða gerum við öll kerfi.